100 ára afmæli UDN 1. september.

UDNAuglýsingar, Fréttir, UMFÍ/ÍSÍ

100 ára afmæli UDN

 

UDN varð 100 ára 24.maí síðast liðinn og ætlum við að halda upp á afmælið í Dalabúð 1.september kl 14:00. Verður boðið upp á veitingar og margt verður til sýnis eins og búningar, ljósmyndir frá mótum, gamlir bikarar og fleira. Við verðum með hoppukastala fyrir krakkana ef veður leyfir. Mikið af góðu fólki hefur hjálpað sínum félögum og UDN að halda uppi flottu íþróttastarfi og hvetjum við ykkur að mæta því þetta er ykkar afmæli. UDN hefði ekki starfað í 100 ár nema fyrir dugnað fólksins sem lagði hönd á plóg.

Kær kveðja

Stjórn UDN