Um helgina voru æfingabúðir á vegum SamVest á Laugum í Sælingsdal. 32 krakkar mættu frá fjórum félögum (HSS, Skipaskagi, Víkingur Ólafsvík og UDN).
Æfingabúðirnar gengu mjög vel. Þeir Hermann Þór Haraldsson og Kormákur Ari Hafliðason frá FH sáum um æfingarnar á laugardeginu og Eva Kristín (Víkingur Ólafsvík), Sigríður Drífa (HSS) og Kristín Halla (U.m.f. Grundarfjörður) sáum um æfingarnar á sunnudeginum.
Kennd voru grunnatriði í sprettum, hástökki, langstökki, langstökki án atrennu og kúluvarpi. Einnig fengu krakkarnir að kynnast fjölbreyttum styrktaræfingum.
Hér eru nokkrar myndir frá helginni.