Hreyfivika UMFÍ!

UDNFréttir Leave a Comment

UMFÍ er að leita að aðili/aðilar sem geta haft umsjón með Hreyfivikan í Búðardal!

Hreyfivika UMFÍ MOVE WEEK

• Árleg Evrópsk herferð á vegum ISCA.

• “Að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020”.

• Markmið að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum.

• Tækifæri til að virkja þitt samfélag á jákvæðan hátt.

Hugmyndina á bakið við Hreyfivikuna „ MOVE WEEK“ er að fá alla þá aðila sem hafa með heilsu heils samfélags að gera vinni saman í eina viku. Með því að virkja sem flesta þætti samfélagsins má vænta þess að árangurinn verði enn meiri og við náum að fjölga þeim Evrópubúum sem stunda einhverskonar heilsurækt sér til heilsubótar daglega. Það er rétta að minnast á það að heilsa er – félagsleg – andleg og líkamleg 😉

Grindavíkurleiðin;

Þremur vikum fyrir Hreyfiviku UMFÍ 2014 boðaði umsjónarmaður alla þá sem hafa eitthvað með lýðheilsu að gera í sveitarfélaginu á 30.mínútna morgunverðarfund. (Sveitarfélagið, Leik- grunn og framhaldsskóla, félagsmiðstöð eldri og yngri borgara, heilsugæsluna, íþróttafélagið, golfklúbbinn, hestamannafélagið, bókasafnið og fleira og fleira. Hreyfivikan var kynnt – markmið, hlutverk umsjónarmanns og hlutverk UMFÍ. Þeim aðilum sem höfðu áhuga á að vera með gafst kostur á að senda á umsjónarmann 10 dögum fyrir Hreyfivikuna upplýsingar um þann viðburð sem þeir ætluðu að halda utan um, stað- stund- lýsing, umsjón, hvað- hvernig og hvenær. Það var svo í höndum umsjónarmanns að útbúa auglýsingar og úr varð þétt og skemmtileg dagskrá eins og sjá má ef smellt er á linkinn hér að ofan 😉

Fleiri upplýsingar fæst hjá udn@udn.is eða í bæklinginn hér fyrir neðan.

Hreyfivikan-bæklingur

Hreyfivikan

Skildu eftir svar