Jólamót HSH

UDNFréttir Leave a Comment

Jólamót HSH í frjálsum íþróttum 

Stykkishólmi, 6. desember 2015 

   

hó !!   

 

HSH heldur jólamót í frjálsum íþróttum innanhúss í íþróttahúsinu í Stykkishólmi,  sunnudaginn 6. desember 2015. Mótið hefst kl. 10.30 stundvíslega.

 

Foreldrar eru hvattir til að fylgja og hvetja – og aðstoða við framkvæmd mótsins.

 

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

  1. ára og yngri: Langstökki með og án atrennu og 35m hlaupi
  1. 10 ára:  Langstökki með og án atrennu, hástökki og 35m hlaupi 

1112 ára: Langstökki með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 35m hlaupi 

1314 ára: sömu greinum  

1516 ára: sömu greinum 

17 ára og eldri: sömu greinum 

 

Skráningar eru hjá: 

Fyrir Grundfirðinga – hjá Evu Kristínu þjálfara í síma 693-0820 eða netfangið evakristin09@gmail.com

Fyrir Hólmara – hjá Gísla, þjálfara, Stykkishólmi, í síma 861-8389 eða netfangið gislipalsson82@gmail.com

Fyrir aðra – þá má hafa samband við annað hvort Evu eða Gísla.

Þegar skráð er, þarf að gefa upp kennitölu keppanda og greinar sem hann/hún vill keppa í.

Skráningu lýkur föstudagskvöldið 4. desember kl. 21.00. 

Fyrir SamVest:   

Til mótsins er boðið iðkendum hjá SamVestfélögum. Verið velkomin! 

Fyrir gesti (ekki fyrir HSH) – skráningargjald er kr. 250 á hverja grein keppanda og sér viðkomandi félag um greiðslur og fyrirkomulag þeirra.  Greiðist inn á reikning HSH, 0321-13-300076, kt. 620169-5289 

 

Síðast en ekki síst hvetjum við ALLA til að mæta í skrautlegum (jóla)sokkum.  

Verðlaun verða veitt fyrir:  

  1. skrautlegustu sokkana (keppendur)  
  1. jólalegustu sokkana (keppendur) 
  1. frumlegustu sokkana (allir) 

 

Mætum öll í jólaskapi! 

Frjálsíþróttaráð HSH

Skildu eftir svar