Námskeiðið: Sýndu hvað í þér býr

UDNFréttir Leave a Comment

Sabína, landsfulltrúi UMFÍ, ætlar að koma til okkar og halda námskeiðið Sýndu hvað í þér býr.

Námskeiðið er á vegum UMFÍ og UDN og fer fram í Leifsbúð þann 13. apríl kl. 18:00.

 

Um námskeiðið:

Sambandsaðilum UMFÍ hefur undanfarin ár staðið til boða félagsmálanámskeiðið Sýndu hvað í þér býr. Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er farið yfir ýmislegt sem viðkemur fundasköpum, m.a. fundareglur, boðun funda,fundaskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl. Þátttakendur vinna jafnframt einföld verkefni og fara í leiki til þess að brjóta upp námskeiðið.

Þátttakendur hafa almennt verið ánægðir með námskeiðið og segja þau lærdómsrík og skemmtileg. Þeir eru sammála um að hafa lært að verða öruggari í framkomu og ræðuhöldum auk þess sem þeir telja gagnlegt að fá svör við mörgum þeim spurningum sem brenna á um fundarsköp. Auk þess sem þátttakendur læra ræðumennsku og fundarsköp er lögð áhersla á að þeir kynnist vel og eigi auðveldara með að mynda tenglanet með hópeflisleikjum og hópaverkefnum hvers konar (tekið af heimasíðu UMFÍ: http://www.umfi.is/#!blank/mw3x3). 

 

Dagsetning: 13. apríl, 2016.

Klukkan: 18:00

Staður: Leifsbúð

Verð: 0 kr

Aldur: 15 ára og eldri.

 

Skráning er hjá Svönu: udn@udn.is

Skildu eftir svar