Opið íþróttamót Glaðs laugardaginn 30. apríl

UDNFréttir Leave a Comment

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 30. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10:00. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.

Dagskrá:

Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30

Forkeppni hefst kl. 10:00:

 • Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5, unglingafl. V2 og ungmennafl. V2
 • Fimmgangur F2: opinn flokkur
 • Tölt T7: barnaflokkur
 • Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur

Úrslit:

 • Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
 • Fimmgangur: opinn flokkur
 • Pollaflokkur, frjáls aðferð
 • Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
 • 100 m skeið (flugskeið)

Takið eftir:

 • Í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð). Í skráningarkerfinu heitir fjórgangurinn samt V2 í barnaflokki eins og í hinum flokkunum.
 • Opnum flokki (þ.e. fullorðnum) verður nú skipt upp í 1. og 2. flokk. Keppendur raða sér sjálfir í flokk eftir getu og keppnisreynslu.

Skráningar:

Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Síðasti skráningadagur er fimmtudagurinn 28. apríl. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:

Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Mótanefnd Glaðs

Skildu eftir svar