Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá stefnum við að samæfingu haustsins í Kaplakrika – föstudaginn 18. nóvember 2016 kl. 17.00 – 20.00.
Æfingin er fyrir 10 ára og eldri á starfssvæði SamVest. Mætið með æfingaföt og innanhússíþróttaskó, gaddaskó þau sem eiga.
Þjálfarar FH sjá um þjálfunina, mögulega þjálfarar frá okkar félögum líka. Nesti á æfingunni í boði SamVest.
Eftir æfingu förum við saman og fáum okkur kvöldsnarl.
Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu, en hver og einn borgar fyrir sig í kvöldmatinn. +
Hér má skrá þátttöku á sérstakt eyðublað – smellið hér. Endilega skráið sem allra fyrst – mætum sem flest og gerum þetta að góðri æfingu!!
Athugið að laugardaginn 19. nóvember fara fram Silfurleikar ÍR – sjá upplýsingar hér. Á Silfurleikunum er í boði fjölþraut fyrir 9 ára og yngri, fjórþraut (60 m, 600 m, langstökk og kúluvarp) fyrir 10-11 ára og svo 6-7 keppnisgreinar að eigin vali fyrir 12 ára og uppí 17 ára. Hvert félag sér um skráningu sinna iðkenda, en hér er hlekkur á mótið í mótaforriti FRÍ.
Með kveðju,
SamVest, framkvæmdaráð