UDN á ULM

UDNFréttir, UMFÍ/ÍSÍ

Dagana 3. – 6. ágúst var haldið Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki. Þar voru þreyttar hinar ýmsu keppnir/þrautir eins og hestaiþróttir, kökuskreytingar, frisbígolf, fótbolti, grashandbolti, körfubolti, grasblak, stafsetning, upplestur, frjálsar íþróttir, bogfimi o.fl. UDN átti 14 iðkendur á þessu móti og stóðu þeir sig afskaplega vel, það ríkti almennt gleði, jákvæðni og áhugi enda er það stóri tilgangur ferðarinnar, ekki satt ? En auðvitað langar flesta undir niðri að standa framarlega meðal jafningja og að bæta sinn árangur. Það tókst mörgum og stóðu sumir meira að segja á palli með gull, silfur eða brons um hálsinn. Vissulega dásamleg tilfinning og auðvelt að samgleðjast með þeim.
Góðir dagar á Sauðárkróki, veðrið gott, stemming i tjaldbúðum, ungmenni að hlaða í reynslubankann og einhverjir að eignast vini til framtíðar, foreldrar og forráðamenn hitta gamla vini og félaga á hliðarlínunni. Allt þetta var síðan toppað með glæsilegri flugeldasýningu. Þetta gerist ekki betra.