Ungmennavika NSU

UDNFréttir Leave a Comment

Ungmennafélag Íslands er aðili að NSU – Nordisk Samorgnaisations for Ungdomasarbejde en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári. Ungmennavika NSU fer að þessu sinni fram í Ästad dagana 7. – 14. ágúst og haldin af 4H sem eru samtök innan NSU.  Flogið verður til og frá Kaupmannahöfn og lest tekin til Svíþjóðar. UMFÍ á sæti fyrir fimm þátttakendur á aldrinum 15 – 20 ára að þessu sinni auk fararstjóra á vegum UMFÍ.

Yfirskrift vikunnar er JOURNEY 4 LIFE. Fjallað verður um menningu, leiðtogahæfileika, þátttöku jaðarhópa, samskipti og áhrif. Vikan er stútfull af spennandi ævintýrum ásamt heimsókn í skemmtigarð og kvölddagskrá.

Þátttökugjaldið er 2000 sænskar krónur, eða um 31.000 íslenskar krónur, auk ferðakostnaðar. UMFÍ niðurgreiðir um 25% í heildarkostnaði og aðstoðar þátttakendur að sækja um styrk til sinna félaga.

Umsóknafrestur er til 17. júní nk.

Allar nánari upplýsingar veitir

Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Landsfulltrúi UMFÍ
sabina@umfi.is

 

Þið getið séð auglýsinguna hér

Skildu eftir svar