Ekki hefur verið úthlutað styrk þetta árið, því er auglýst núna eftir umsóknum. Tekið verður við umsóknum til 1. júlí 2016. Úthlutað verður sem næst 1. ágúst 2016, eða eftir samkomulagi. Umsóknir skulu berast í tölvupósti á udn@udn.is.
Í samræmi við lið 2 í samstarfssamningi Ungmennasambands Dalamanna og Norður Breiðfirðinga (UDN) og Dalabyggðar tekur UDN að sér að úthluta starfsstyrkjum til aðildarfélaga sinna, sem starfandi eru innan Dalabyggðar, samkvæmt reglum þessum.
Megináhersla er lögð á að styrkja starf með börnum og unglingum yngri en 16 ára og að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi.
Sjá úthlutunarreglur HÉR.
Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á udn@udn.is