Frjálsíþrótta- og knattspyrnuæfingar sumarsins að hefjast í Dalabyggð

UDNFréttir Leave a Comment

Mánudaginn 6. júní hefjast frjálsíþrótta- og knattspyrnuæfingar. Æfingarnar munu fara fram í Dalnum í Búðardal á mánudögum og fimmtudögum og hefjast kl. 17.

Hlynur, frjálsíþróttaþjálfari hjá Aftureldingu, ætlar að koma fimmtudaginn 9. júní kl 17 og vera með frjálsíþróttaæfinguna.

Það kostar ekki neitt á þessar æfingar.

Kvöldmót UDN í frjálsum íþróttum munu fara fram 28. júní, 12. júlí, og 8. ágúst.

Lokahófið verður auglýst síðar, en hér má sjá stigagjöfina í frjálsíþróttunum.

Leikjanámskeiðið fyrir börn fædd 2006-2009 hefst 20. júní – minni á skráningu udn@udn.is.

 

 

Skildu eftir svar