Hestamannafélagið Glaður bauð uppá útreiðanámskeið í júní

UDNUncategorized

Dagana 27 – 30 júní var haldið reiðnámskeið í Búðardal fyrir
börn á aldrinum 8 – 16 ára.

Kennari  var Laufey Fríða Þórarinsdóttir, reiðkennari frá Hólum
og henni til aðstoðar var Kristín Þórarinsdóttir. Námskeiðið
var vel sótt og var almenn ánægja með námskeiðið.

Nemendur komu með sína hesta og lögð var áhersla á atriði sem
nýtast við almennar útreiðar og auka sjálfsöruggi knapa. Nemendum
var skipt upp í fjóra hópa eftir getu .

Í lok síðasta dagsins var haldið lokahóf þar sem gestum
og gangandi var boðið að stíga á bak og teymt undir þeim á
rólegum hestum. Einnig var boðið upp á grillaðar pylsur, safa og
skemmtilega samveru í reiðhöllinni og var mæting góð.

Þess má einnig geta að ný salernisaðstaða í reiðhöllinni var
standsett fyrir námskeiðið og breytir það verulega allri aðstöðu
félagsins til námskeiða og mótahalds félagsins og þá
sérstaklega þegar haldin eru námskeið fyrir börn.