Vel heppnað 1. kvöldmót sumarsins

UDNUncategorized

Þann 22. júní fór fram fyrsta kvöldmót UDN þetta sumarið. Vel var mætt og góð stemming í hópnum. Keppt var í langstökki, grjónapokahlaupi og kastgreinum. Bolta- og skutlukast hjá 10 ára og yngri. 11 ára og eldri kepptu í kúluvarpi og spjótkasti. Veðrið lék við okkur og voru 17 keppendur skráðir til leiks á aldrinum 4-61 árs. Næsta kvöldmót verður í fyrstu viku júlí mánaðar og verður auglýst betur þegar nær dregur.

úrslit mótsins má nálgast á næstu dögum inna https://udn.is/mot/frjalsar-mot/