Kvöldmót UDN

UDNUncategorized

Kvöldmótraröð UDN

Ákveðið hefur verið að halda tvö kvöldmót í sumar í Búðardal með möguleika á því þriðja ef góð mæting og stemming skapast. Fyrsta mót fimmtudaginn 22. júní kl 18:00 niðri í Dal. Annað mót verður fyrstu vikunni í júlí, auglýst  síðar með tiliti til góðrar veðurspár. Einnig höfum við ákveðið að breyta aðeins til og bjóða uppá eina keppnisgrein á hverju móti sem verður “óhefðbundin”. Að þessu sinni verður keppt í langstökki, kastgreinum ( bolta-, skutlu-, spjótkast og kúluvarp) og 60 m. grjónapokahlaupi. Skráning á staðnum,

Flokkar:   7 ára og yngri, 8-9 ára, 10-11 ára, 12- 13 ára, 14-15 ára, 16- 17 ára, 18 ára og eldri. Hvetum öll til að taka þátt, unga sem aldna.

Við viljum einnig vekja athygli á að þátttaka á kvöldmótunum telur í stigakeppni sumarsins. Það er til mikils að vinna og mikilvægt að taka þátt í öllum greinum til að auka stigafjöldan sinn. Verðlaun verða veitt í hverjum aldursflokki á lokahófi UDN sem verður auglýst í haust.