Það sem er á dagskrá næstu vikur hjá UDN er eftirfarandi: 8. ágúst kl. 19 – mánudagur – 3. kvöldmót UDN Keppnisgreinar verða: 8 ára og yngri; 60m hlaup, hástökk, langstökk. 9-10 ára; 60m hlaup, hástökk, langstökk. 11-12 ára; Spjótkast, kúluvarp, hástökk, 60m hlaup. 13-14 ára; Spjótkast, kringlukast, hástökk, 100m hlaup. 15-16 ára; Spjótkast, kringlukast, hástökk, 100m hlaup. 17 ára og eldri; Spjótkast, kringlukast, …
Árangur keppenda frá UDN á Unglingalandsmóti UMFÍ 2016
Unglingalandsmót UMFÍ fór fram um helgina. Keppendur frá UDN stóðu sig vel, en hér má sjá árangur þeirra. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Kúluvarp pilta 11 ára 6. sæti – 6,97m Kolbeinn Óskar Bjarnason Spjótkast pilta 11 ára 13. sæti 9,38m Ketill Ingi Guðmundsson 60 m hlaup 12 ára 32. sæti 11,84m Albert Hugi Arnarsson Langstökk pilta 12 ára 20. sæti …
Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ
Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ. Mótið er haldið 29. júlí – 1. ágúst og í ár verður það haldið í Borgarnesi. Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11 – 18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Ýmsar upplýsingar um mótið eru hér UDN greiðir skráningagjald keppenda frá UDN. Foreldrar/keppendur skrá sig sjálf. Skráning …
Fyrsta kvöldmót sumarsins
Þriðjudaginn 28. júní verður fyrsta kvöldmót sumarsins í frjálsum íþróttum haldið í Dalnum í Búðardal. Gott er að skrá keppendur með því að senda póst á udn@udn.is. Það er samt hægt að skrá sig á staðnum. Keppnisgreinar eru: 8 ára og yngri; Boltakast, langstökk, 60m hlaup 9-10 ára; boltakast, langstökk, 60m hlaup 11-12 ára; kúluvarp, langstökk, 60m hlaup 13-14 ára; kúluvarp, langstökk, 100m …
Hestaþing Glaðs
Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 18. – 19. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Dagskrá: Laugardagur 18. júní Kl. 10:00 Forkeppni 1. Tölt (T3) opinn flokkur 2. Barnaflokkur 10 mínútna hlé 3. Unglingaflokkur 4. Ungmennaflokkur MATARHLÉ 5. B-flokkur gæðinga 15 mínútna hlé 6. A-flokkur gæðinga Hlé til kl. 20:00 Kl. 20:00 Kvölddagskrá: …
Góð mæting á frjálsíþróttaæfingu í gær
Hlynur frjálsíþróttaþjálfari Aftureldingar mætti í gær og stjórnaði æfingu á vellinum í Búðardal. Æfingin gekk vel og var skemmtileg stemning, en um 35 krakkar mættu og fengu góða frjálsíþróttaæfingu og svo fótboltaæfingu. Við þökkum HSS fólki kærlega fyrir komuna.
Æfingarbúðir í frjálsum á vegum SamVest
Eins og fram hefur komið í fréttum á FB-síðu SamVest, þá hefur verið í gangi undirbúningur æfingabúða SamVest í frjálsum. Stefnt er að því að hafa 2ja daga æfingabúðir í Borgarnesi 15. – 16. júní nk. fyrir 10 ára og eldri. Planið er æfing og skemmtun í bland og svo er endað á stuttu æfingamóti á fimmtudeginum. Kristín Halla hefur …
Landsmótsúrtaka á Vesturlandi 11. og 12. júní
Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi. Keppni hefst báða dagana kl. 10:00. Keppt verður í eftiröldum greinum: A flokki gæðinga – B flokki gæðinga – Barnaflokki – Unglingaflokki – Ungmennaflokki. Athugið sérstaklega að fyrri og seinni …
Frjálsíþrótta- og knattspyrnuæfingar sumarsins að hefjast í Dalabyggð
Mánudaginn 6. júní hefjast frjálsíþrótta- og knattspyrnuæfingar. Æfingarnar munu fara fram í Dalnum í Búðardal á mánudögum og fimmtudögum og hefjast kl. 17. Hlynur, frjálsíþróttaþjálfari hjá Aftureldingu, ætlar að koma fimmtudaginn 9. júní kl 17 og vera með frjálsíþróttaæfinguna. Það kostar ekki neitt á þessar æfingar. Kvöldmót UDN í frjálsum íþróttum munu fara fram 28. júní, 12. júlí, og 8. …
Starfsstyrkur
Ekki hefur verið úthlutað styrk þetta árið, því er auglýst núna eftir umsóknum. Tekið verður við umsóknum til 1. júlí 2016. Úthlutað verður sem næst 1. ágúst 2016, eða eftir samkomulagi. Umsóknir skulu berast í tölvupósti á udn@udn.is. Í samræmi við lið 2 í samstarfssamningi Ungmennasambands Dalamanna og Norður Breiðfirðinga (UDN) og Dalabyggðar tekur UDN að sér að úthluta starfsstyrkjum …