Dagana 27 – 30 júní var haldið reiðnámskeið í Búðardal fyrir börn á aldrinum 8 – 16 ára. Kennari var Laufey Fríða Þórarinsdóttir, reiðkennari frá Hólum og henni til aðstoðar var Kristín Þórarinsdóttir. Námskeiðið var vel sótt og var almenn ánægja með námskeiðið. Nemendur komu með sína hesta og lögð var áhersla á atriði sem nýtast við almennar útreiðar og …
Vel heppnað 1. kvöldmót sumarsins
Þann 22. júní fór fram fyrsta kvöldmót UDN þetta sumarið. Vel var mætt og góð stemming í hópnum. Keppt var í langstökki, grjónapokahlaupi og kastgreinum. Bolta- og skutlukast hjá 10 ára og yngri. 11 ára og eldri kepptu í kúluvarpi og spjótkasti. Veðrið lék við okkur og voru 17 keppendur skráðir til leiks á aldrinum 4-61 árs. Næsta kvöldmót verður …
Kvöldmót UDN
Kvöldmótraröð UDN Ákveðið hefur verið að halda tvö kvöldmót í sumar í Búðardal með möguleika á því þriðja ef góð mæting og stemming skapast. Fyrsta mót fimmtudaginn 22. júní kl 18:00 niðri í Dal. Annað mót verður fyrstu vikunni í júlí, auglýst síðar með tiliti til góðrar veðurspár. Einnig höfum við ákveðið að breyta aðeins til og bjóða uppá eina …
Liverpoolskólinn vel sóttur
Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim sem leggur mikla áherslu á þjálfun barna og unglinga og hefur starf þeirra alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold. Allir þátttakendur á námskeiðinu voru undir stjórn þjálfara frá Liverpool. Þeim til aðstoðar voru íslenskir þjálfarar sem sáu meðal annars um að túlka á íslensku. Skipt var í hópa …
Liverpoolskóli vel sóttur
Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim sem leggur mikla áherslu á þjálfun barna og unglinga og hefur starf þeirra alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold. Allir þátttakendur á námskeiðinu voru undir stjórn þjálfara frá Liverpool. Þeim til aðstoðar voru íslenskir þjálfarar sem sáu meðal annars um að túlka á íslensku. Skipt var í hópa …
Unglingalandsmót á Sauðárkróki
Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og ungmenna ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en …
Útreiðanámskeið í júní
Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir útreiðarnámskeiði fyrir börn seinnihluta júnímánaðar. Hér að neðan má lesa auglýsingu sem birtist á facebook síðu félagsins. Hvetjum sem flesta til að taka þátt. Útreiðanámskeið! Dagana 27-30. júní verður haldið útreiðanámskeið í Búðardal fyrir börn á aldrinum 8-16 ára. Kennarar verða Vala Sigurbergsdóttir og Laufey Fríða Þórarinsdóttir útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum. Lögð verður áhersla …
Sumaræfingar Undra 2023
Sumarstarf íþróttafélagsins Undra er nú farið af stað og hér má lesa til um fyrirkomulag æfinga Æfingarnar fara fram í dalnum í Búðardal á mánudögum og miðvikudögum. Æfingagjald sumarsins er 4.000kr Athugið að þessi dagskrá er fyrir júní mánuð. Æfingar í júlí og ágúst verða auglýstar síðar Dagskrá 13.00 – 14:00 íþróttagrunnur fyrir börn fædd: 2016, 2015, 2014, 2013 13:00 …
Keppnisferð til Frakklands
Þann 25. febrúar fór fram Opna franska meistaramótið í hryggspennu (e. backhold) í Langueux, Brittany í Frakklandi. 17 keppendur kepptu fyrir Ísland á vegum Glímusambands Íslands, en alls voru yfir 200 keppendur á mótinu. Glímufélag Dalamanna lét sig ekki vanta á þetta mót og fóru sjö keppendur frá félaginu ásamt þjálfara sínum Guðbjörtu Lóu. Hryggspenna er fangbragðaíþrótt og hafa okkar …
Kvöldmót 2 sumarið 2020.
2 kvöldmót, 14 júní. 2020 Úrslit 8 ára og yngri Langstökk Grétar Bæring 2,70 Daley 2,38 Nadía 2,19 Atli 1,99 Dalmar 1,78 Svandís 1,75 Stefanía 1,57 Svana 1,32 Hersteinn 0,60 Boltakast Grétar Bæring 14,95 Atli 12,43 Dalmar 12,00 Nadía 11,86 Stefanía 11,77 Daley 8,59 Svana 7,42 Svandís 5,46 Hersteinn 3,39 60m Grétar Bæring 11:60 Daley 11:88 Nadía 12:67 Dalmar 12:79 …